Great
Zimbabwe er höfuðstaður mikilvægasta ríkis, sem var uppi áður en
nýlenduveldin skiptu Afríku á milli sín. Borgin fór að myndast á 12.
öld og dafnaði í þrjár aldir unz hnignunin reið yfir og loks stóð hún
mannlaus. Hún fannst á ný á 19. öld og munnmæli sögðu, að hún hefði
verið höfuðborg fornrar menningar í norðri. Fornleifafræðingar nútímans
hafa afsannað þessi munnmæli. Þeir komust að því, að forfeður núverandi
íbúa landsins byggðu borgina
. Flestir hinna 10.000 íbúa hennar bjuggu þétt saman í leirkofum með
stráþökum. Fornleifarannsóknir hafa ekki farið fram í þessum tveimur
hlutum borgarinnar og lítið er vitað um daglegt líf borgarbúa. Lítill
hópur æðstu manna bjó í miðborginni, sem var umkringd steinmúrum.
Næstum öllum rannsóknum var beint að þessu afmarkaða svæði og margir
múranna standa enn þá sem tákn um völd og virðingu ráðamannanna.
Miðpunktur borgarskipulags Great Zimbabwe er há graníthæð,
sem rís brött yfir dalinn fyrir neðan. Uppi á henni eru umgirtir
garðar
með steinveggjum úr veltilhöggnum granítblokkum án steinlíms. Annar
hinna stærstu var helgistaður. Þegar
hann
var uppgötvað, fundust steinfuglar, sem táknuðu anda fyrri konunga, hver
á sínum stað við flísalögð ölturu. Í hinum stóra garðinum var einhvers
konar bústaður. Fræðimenn eru ekki enn þá ásáttir um, hverjum hann
tilheyrði. Sumir álíta hann hafa verið konungsgarð en aðrir bústað
miðils guðanna, sem var æðsti prestur shona-trúarbragðanna.
Niðri í
dalnum er einnig fjöldi svipaðra steingirtra garða. Upprunalega voru
þeir byggðir utan um bústaði háttsettra manna. Hinn stærsti þeirra er
prýddur margs konar úthöggnum steinum, þ.á.m. háum, keilulaga turni.
Fræðimönnum kemur heldur ekki saman um, hvað eigi að lesa út úr þessum
fundi. Sumir halda því fram, að þarna hafi verið bústaður drottinganna
en aðrir vilja bendla konungana sjálfa við hann.
Þarna
er fjöldinn allur af minni rústum í sama stíl og víðar um land, alla
leið inn í Austur-Botswana og Norður-Mósambík. Great Zimbabwe var
miðstöð flókins verzlunarkerfis, sem tengdi margar byggðir í suðurhluta
Afríku. Kaupmennirnir höfðu sambönd við arabíska starfsbræður sína, sem
voru búnir að ná fótfestu meðfram ströndum Indlandshafsins. |