Zambía íbúarnir,
Flag of Zambia

Booking.com


ZAMBÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Miðað við stærð Zambíu er þjóðin lítil, þrátt fyrir rúmlega 3% fjölgun á ári.  Rúmlega helmingur hennar býr í þéttbýli í héruðunum fjórum meðfram járnbrautinni þvert yfir landið.  Flutningur fólks úr sveitum til borga var mest áberandi eftir að landið fékk sjálfstæði.  Tilraunir stjórnvalda til að snúa þessari þróun við hafa borið lítinn árangur.

Flestir Zambíumenn tala bantutungur og eru afkomendur bænda og þjóðflokka, sem notuðu snemma járn og fluttust til landsins síðast liðin 2000 ár.  Menningarhefðir í norðaustur- og norðvesturhlutum landsins gefa til kynna áhrif og flutninga frá efri hluta árdals Kongófljótsins.  Þarna eru einnig afkomendur veiðimanna og safnara, sem virðast hafa verið hraktir út á Kalahari-eyðimörkina, fenjasvæði Bangweulu og Lukanga og Kafue-slétturnar.  Á 19. öld komu innrásarmenn úr suðri.  Ngonimenn settust að í austurhluta landsins en kololomenn stjórnuðu Lozi-svæðinu og efri hluta Zambezidalsins um hríð.  Evrópumenn fóru að gera vart við sig í auknum mæli seint á 19. öldinni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM