Tawzar
er vinjarborg í miðvesturhluta Túnis.
Hún er sunnan steppusvæðisins á pálmasvæði, sem er þakið
saltlægðum (shatt). Borgin
er á eiði, sem aðskilur saltlægðirnar í al-Jarid og al-Gharsah, og
hún er stundum nefnd Hlið eyðimerkurinnar.
Tawzar var fyrrum mikilvæg borg númidía við gömlu
verzlunarleiðina milli Vescra (Biskra í Alsír) og Tacape (Qabis í Túnis). Á 14. öld var þar fjörugur markaður. Borgin hefur ætíð verið miðstöð andspyrnu berba gegn
yfirráðum araba í landinu. Byggingarstíll
þessa landshluta kemur vel fram í
skreyttum forhliðum húsa borgarinnar, sem eru hlaðin úr gulum múrsteini
með samhverfum, innlögðum lágmyndum.
Gott dæmi um þessa húsagerðarlist má sjá í Sidi
‘Abid-moskunni, zawiyah Sidi Muldi, bræðralagshúsi trúarinnar,
Miklu moskunni (1030) og marabout (1282), gröf Sidi ‘Ali Abu Lifah.
Héraðið umhverfis borgina er þekkt fyrir tíbrá, sem heitt
loft og endurspeglun saltkristalla saltlægðanna veldur.
Þessar hillingar gerðu ferðamönnum, sem voru að leita að
vatni oft erfitt fyrir og olli stórum krókum á leið þeirra.
Á þessu svæði eru ræktaðar tvær tegundir gæðadaðlna,
sem hafa verið fluttar út allt frá 11. öld auk handofinna teppa og
handunnins silfurskrauts. Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var u.þ.b. 25 þúsund. |