Susah Túnis,
Flag of Tunisia

Booking.com


SUSAH
TÚNIS

.

.

Utanríkisrnt.

Susah er höfuðborg Susah-héraðs í miðausturhluta Túnis.  Hún er mikilvæg miðstöð viðskipta og hafnarborg.  Byggð þar hófst á dögum Fönikíumanna og hét þá Hadrumetum.  Á arabískum tíma hnignaði borginni en hún náði sér á strik undir stjórn Aghlabid-ættarinnar í al-Qayrawan (Kairouan) á 9. öld.  Hún var hafnarborg al-Qauyrawan þar til bedúínar lögðu hana undir sig á 11. öld.  Frakkar (1881-1956) gerðu hana að mikilvægri hafnarborg, miðstöð viðskipta, fiskveiða og ferðaþjónustu.  Landbúnaður hefur dregizt saman í kringum borgina en fiskveiðar hafa aukizt.  Mikið er soðið niður af sardínu.  Framleiðsla bílahluta og samsetning bifreiða er talsverður atvinnuvegur.  Verksmiðjur framleiða ólífuolíu og textílvörur úr baðmull.  Gamli borgarhlutinn er umlukinn múrum frá býzantískum tíma og dögum Aghlabid-ættarinnar.  Þar er mikil moska og klausturkastali (ribat) frá 9. öld, markaðstorg (sugs) og íbúðahverfi múslima.  Susah er í góðu vega- og járnbrautasambandi við Túnisborg, Safaqis, Qabis og Qafsah.  Susah-héraðið nær yfir lághæðótta strandsléttu með ólífutrjám og espartograsi.  Það er 2621 km² að flatarmáli.  Auk höfuðborgarinnar eru þar borgirnar al-Munastir og al-Mahdiyah.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1975 var u.þ.b. 70 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM