Qafsah
er borg í miðvesturhluta landsins.
Hið forna nafn hennar er dregið af steinmálverkum fyrstu íbúa
svæðisins á mesólit-kapsiskum tíma fyrir rúmlega 8000 árum.
Upphafleg borg númidia var lögð í rústir en varð síðar miðstöð
Byzantinum, araba, berba og Ottómana.
Við ávaxtaræktina eru notaðar áveitur.
Mikið er flutt af fosfati frá námunum á saltsléttunni við
Shatt al-Jarid-stöðuvatnið. Vegir
og járnbraut tengja Qafsah við hafnarborgina Safaqis.
Umhveris borgina eru auðug fosfatsvæði.
Þarna búa aðallega hálfhirðingjar og bændur, sem rækta
erpartogras, korn, döðlur og ólífur.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1984 var rúmlega 60 þúsund. |