Jarbah Túnis,
Flag of Tunisia

Booking.com


JARBAH
TÚNIS

.

.

Utanríkisrnt.

Jarbaheyja er í Gabes-flóa og er tengd meginlandinu með hraðbraut.  Hún er u.þ.b. 27 km löng og 26 km breið og heildarflatarmálið er 510 km².  Landfræðingar fornaldar kölluðu hana „Land draumjurtaætanna” og Rómverjar voru fyrstir til að setjast þar að.  Eftir að arabar náðu eyjunni undir sig árið 655 og gerðu hana að hluta af Túnis og Al-Qayrawan, komst hún í hendur Sikileyinga, normana og Hafsid frá 12. til 15. aldar.

Spánverjar gerðu nokkrar árangurslausar tilraunir til að ná henni undir sig á 16. öld en þá tóku Ottomanar við.  Nú er eyjan hluti Túnis og er kunn fyrir ávaxtarækt (döðlur og ólífur aðallega), fiskveiðar (svampar og ostrur) og ullarfatnað og teppi.

Alþjóðaflugvöllurinn og baðstrendurnar hafa gert hana að vinsælum ferðamannastað.  Hawmat as-Sug er aðalborgin og markaður eyjarinnar og Ajim er aðalhafnarborgin.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1984 var rúmlega 90 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM