Bizerte Túnis,
Flag of Tunisia

Booking.com


BIZERTE
TÚNIS

.

.

Utanríkisrnt.

Bizerte er borg í Norður-Túnis á strönd Miðjarðarhafsins við mynni skurðar, sem tengir hana við sjó.  Hún var útvörður Fönikíumanna og hét þá Hippo Diarrhytus eða Hippo Zarytus.  Al-Hadaij náði henni á sitt vald árið 661 og gaf henni núverandi nafn.  Spánverjar réðu borginni 1535-72 og þar var síðar miðstöð sjóræningja.  Árið 1895 luku Frakkar við gerð skurðarins, sem tengir Bizetrevatnið við sjó og við það breyttist borgin í alvöruhafnarborg.  Skurðurinn breytti aðstöðunni í vatninu þannig, að byggð var herstöð sjóhersins og vopnabúr við suðvesturenda vatnsins.  Skurðurinn breytti líka skipulagi borgarinnar, því aðný borg var byggð við enda hans.  Gamli borgarhlutinn, sem er umkringdur fornum múrum, var fyrrum við enda hins náttúrulega útfalls vatnsins, sem hefur verið fyllt upp.  Á meðan landið var franskt verndarsvæði var borgin mikilvæg miðstöð sjóhers Frakka (1881-1956).  Hún er nú mikilvæg hafnarborg, stjórnsýslumiðstöð, markaðsborg og mikill ferðamannastaður vegna baðstrandanna.  Árið 1963 var hætt að nota sjóherstöðina.  Útflutningurinn, sem fer um höfnina, byggist aðallega á fiski, fosfati, járngrýti og korni.  Aðaliðnaður borgarinnar er olíuhreinsun, sem hófst 1964, og talsverð niðursuða fiskafurða.  Vega- og járnbrautasamband er gott við borgirnar Túnis og Tabarqah (Tabarka).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var tæplega 100 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM