As Sahil ströndin Túnis,
Flag of Tunisia

Booking.com


AS SAHIL STRÖNDIN
TÚNIS

.

.

Utanríkisrnt.

Hluti austurstrandar landsins ber nafnið As-Sahil.  Þetta er vogskorin sandströnd með lónum milli Miðjarðarhafsins og steppulandslagsins sunnar.  Hún nær á milli borgarinnar An-Nafidah á miðri ströndinni við Al-Hammamat-flóa í norðri til borgarinnar Qabis við Gabes-flóa í suðri.  Strangt tekið er hún svæðið milli borganna Susah og Safagis, þótt nafnið hafi verið fært yfir stærra svæði.  Eyjarnar Jarbah og Ash-Shargi eru taldar hluti As-Sahil-strandarinnar.  Þarna rignir nægilega vegna austanvindsins, chergui.

Fyrstu íbúar þessa strandsvæðis voru Fönikíumenn á 9. öld f.Kr.  Kornrækt er hefðbundin, einkum hveiti og bygg, og Hannibal var upphafsmaður ræktunar ólífutrjáa í kringum 203 f.Kr.  Árið 1091 komu islamskir flóttamenn frá Sikiley og settust að á As-Sahil.

Iðnaðurinn byggist aðallega á framleiðslu ólífuolíu og sápuframleiðslu.  Auk þess er talsvert um leirmunagerð, vefnað og fiskveiðar.  Þetta strandsvæði er þéttbýlt og þorpin standa þétt.  Íbúarnir eru oft kallaðir Sahili (strandbúi) eða Afaqi (þorpsbúi).  Aðalborgirnar eru Susah (Perla Sahili), Al-Munastir (fæðingarstaður habib Bourguiba), Al-Mahdiyah (markaðsborg þorpsbúa) og Safaqis (mikilvæg hafnarborg og miðstöð viðskipta).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM