Lobamba er þéttbýlt
svæði í Mið-Swazilandi. Samkvæmt hefðum Swazimanna er Lobamba setur
Ndlovukazi, „Fílakýrinnar” (drottingarmóðurinnar) og er því andlegur
höfuðstaður þjóðarinnar. Auk þess er Lobamba veraldlegur höfuðstaður.
Borgin er í austurhluta Ezulwini-dalsins í Mið-Veld, 18 km sunnan
Mbabane, sem er setur stjórnar og dómstóla landsins, nokkurn veginn í
landfræðilegri miðju landsins. Lobamba byggðist upp á svæði konunglegs
þorps, sem hét Nkanini.
Í Lobamba eru
byggingar þinghússins, opinbert aðsetur konungsins, skrifstofur
þjóðarráðsins, þjóðskjalasafnið, þjóðminjasafnið og þjóðarleikvangurinn.
Tvær aðalhátíðir þjóðarinnar, Incwala og Umhlanga (reyrdans), eru
haldnar árlega í Lobamba. Mlilwane-villidýrasvæðið og Minningarður
Gilbert Reynolds eru u.þ.b. 10 km norðvestan borgarinnar. Áætlaður
íbúafjöldi 1976 var 5750. |