Sierra Leone náttúran,


SIERRA LEONE
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flóra og fána.  Dreifing plantna og dýra fer eftir landslagi og jarđvegi og rćktunarađferđum.  Leifar af miklum frumskógi finnast á Gola-verndarsvćđinu í suđausturhćđunum í grennd viđ landamćri Líberíu (Frelsingjaland).  Yngri skógar eru nú vaxnir og eru mest áberandi.  Verđmćtar trjátegundir eins og afrískt mahóní  og afrískt tekk, sem voru algengar í frumskógunum, eru nú sjaldgćfar.  Nýi skógurinn einkennist af öđrum tegundum, eldţolnum pálmum, sem eru verđmćt uppspretta pálmaolíu og kjarna.

Steppugróđur eykst til norđurs, ţar sem dregur úr úrkomu.  Einkenni steppnanna, sem hafa stćkkađ vegna ofnýtingar, beitar og brennslu skóga.  Smásvćđi eru enn ţá vaxin upprunalegum steppugróđri (breiđlaufguđ, lágvaxin tré og hátt gras).  Ađrar steppur á fyrrum skógasvćđum einkennast af eldţolnum trjám og háu grasi.  Einnig eru til steppur, sem eru einungis vaxnar háu grasi.  Leifar fenjatrjáamýra eru ađalgróđurinn međ ströndum fram, einkum á ísöltum flóđasvćđum í árósum.  Piassava-pálmi (raffia-tegund) er algengur í fenjum suđurhluta landsins.

Stór, villt dýr, fílar, hlébarđar, ljón, hýenur og buffalar sjást sjaldan.  Simpansar og ýmsar tegundir apa eru algengar á skógasvćđunum en tígrisdýr, broddgeltir, antilópur og runnasvín eru víđar.  Fjöldi skordýrategunda er mikill, ţ.m.t. mýflugur, sem bera malaríu og tsetse-flugur.  Flóđhestar, krókódílar, fljótahvalir (manatee) og amerískir krókódílar eru í ánum.  Fjöldi fisktegunda eru í ám, vötnum og hafinu (túnfiskur, barrakúda, makríll og humar og hákarlar).  Fuglalífiđ er fjölbreytt, páfagaukar, uglur, kóngaveiđarar, grćnar dúfur, afrískur skjór, gammar o.fl.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM