Kaolack
er borg í Sine-Saloum-héraði við ána Saloum. Hún er mikilvæg hafnarborg
við ána og miðstöð verzlunar og vinnslu jarðhnetna og salts. Járnbraut
tengir hana við Dakar og Mali. Stór moska sufi tijaniyah-múslima er í
útjaðri borgarinnar. Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 180 þúsund.