Victoria, höfuð- og
aðalhafnarborg lýðveldisins Scheychelleseyjar fyrir ströndum Austur-Afríku
í Indlandshafi, er á norðausturströnd Mahé-eyjar innan ramma þriggja
lágra fjalla. Um hana fara ýmsar útflutningsvörur, s.s. kókoskjarnar,
kanelbörkur og fiskafurðir. Borgin er líka miðstöð ört vaxandi
ferðaþjónustu. Flugvöllurinn, skammt utan borgarinnar og hinn eini í
landinu, var opnaður árið 1971. Höfnin er nógu djúp fyrir stór hafskip.
Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 23 þúsund. |