Sao Tome & Principe íbúarnir,

Booking.com


SAO TOME og PRINCIPE
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Flestir íbúa São Tomé og Príncipe eru „Forro”, afkomendur evrópskra landnema og afrískra þræla.  Þeir tala kreól portúgölsku en venjuleg portúgalska er opinbert mál þeirra og flestir skilja hana.  Innflytjendur frá Cape Verde eru fjölmennasti hópur útlendinga, e.t.v. allt að 10% íbúanna, og margir þeirra eru ríkisborgarar.  Langflestir annarra íbúa landsins af erlendum uppruna eru Portúgalar, Angóla- og Mósambíkmenn.  Þeim er líkt farið og Cape-Verdefólkinu, sem eiga gott með að blanda geði við aðra eyjaskeggja vegna sameiginlegs menningaruppruna.  Angólafólkið er afkomendur þræla, sem lifðu af skipstrand á 16. öld og bjuggu einangraðir á suðurhluta São Tomé-eyju fram undir aldamótin 1900 og töluðu bantutungu.  Þeir hafa dreifzt um eyjarnar síðan þá og aðlagazt öðrum íbúum.  Næstum öll þjóðin er rómversk-katólsk.  Mótmælendur og iðkendur hefðbundinna afrískra trúarbragða eru fáir.  Fólksfjölgun er ör vegna hárrar fæðingatíðni, sem er þó lægri in Afríkumeðaltalið, og lágrar dánartíðni.  Næstum helmingur íbúanna er yngri en 15 ára.  Lífslíkur eru tiltölulega háar á afrískan mælikvarða, 63 ár fyrir karla og 67 ár fyrir konur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM