Soweto
er borg í Gautenghéraði í grennd við Jóhannesarborg.
Hún var skipulögð fyrir svertingja, aðallega af kynþáttum
xhosa og zulu. Nafnið er
skammstöfun fyrir „South-Western-Townships”.
Árið 1976 efndu íbúarnir til mikilla mótmæla gegn notkun
tungumálsins afrikans í skólum og gegn stefnu stjórnarinnar í aðskilnaðarmálum.
Mótmælin
á níunda áratugnum komu fram í fjöldasamkomum, verkföllum og stöðvun
húsaleigugreiðslna. Soweto
er yfirfull af fólki og húsnæðisskorturinn gífurlegur.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 600 þúsund en
raunveruleg tala er ekki undir 2 milljónum. |