Pretoría Suður Afríka,
Flag of South Africa

Booking.com


PRETORÍA
SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Pretoría er borg í Gautenghéraði við Apiesána.  Hún er höfuðborg framkvæmdavaldsins í Suður-Afríku og mikil verzlunar-, iðnaðar-, samgöngu- og menningarmiðstöð.  Helztu framleiðsluvörur eru járn og stál, matvæli og efnavörur.  Þessi nútímaborg er velskipulögð með fjölda skemmtigarða með „jacarandatrjám” og sögulegra minnismerkja.  Sem mikilvægt menntasetur státar hún m.a. af Suður-Afríkuháskólanum (1873), Pretoríuhákólanum (1908), Vistaháskólanum (1982), Tecchnikon Northern Transvaal (1979) og Technikon Pretoría (1906).  Meðal áhugaverðra staða eru:  Union-byggingarnar, Voortrekker (Landnema-) minnismerkið, heimili Paul Kruger (forseti S.-Afríku, Transvaal, 1883-1900), Transvaalsafnið (náttúrusögusafn), Borgarlistasafnið, Listasafn Pretoríu, Menningarsögusafnið og útisafnið, Hersafnið og Dýragarðurinn.

Marthinus W. Pretorius er sagður stofnandi byggðarinnar 1855 og skírði hana í höfuð föður sins, Andries W. J. Pretorius, bóahermanns og þingmanns.  Bærinn varð höfuðborg Suðurafríska lýðveldisins 1860.  Þar voru friðarsamningarnir eftir Suður-Afríkustríðin undirritaðir árið 1902.  Þegar héraðs- eða fylkjasamband Suður-Afríku var skipulagt og stofnað árið 1910, varð Pretoría stjórnsýslusetur og hélt þeirri stöðu eftir að Lýðveldið Suður-Afríka var stofnað 1961.  Þá varð Höfðaborg aðalaðsetur löggjafarvaldsins.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 1,1 milljón.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM