George Suður Afríka,
Flag of South Africa


GEORGE
SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

George er borg í Vesturhöfðahéraði, u.þ.b. 440 km austan Höfðaborgar við aðalveginn til Port Elizabeth, en þangað er líka áætlunarflug frá George auk flugs til East London, Durban og Höfðaborgar.  Héraðið er þekkt fyrir sérstakar trjátegundir, s.s. fnyktré og gultré.  Stórum furuskógum hefur verið plantað í hlíðum Outeniqua-fjalls.  Aðalatvinnuvegir borgarinnar eru tengdir skógarhöggi og timburvinnslu.  Talsvert er frameitt af húsgögnum, bátum og einingahúsum úr tré og þó nokkuð af skófatnaði.  Nautgriparækt til mjólkuframleiðslu er líka mikilvæg og verulegur hluti humlaræktunar landsins er í nánd við borgina. 

Loftslagið er milt og þægilegt og laðar að ferðamenn og eftirlaunaþega til frambúðardvalar.  George er stærsta borgin á ferðamannaleið, sem er kölluð Garðaleiðin (Garden Route).

Fyrsta byggðin á þessum slóðum óx upp frá árinu 1811 og hún var nefnd eftir Georg III, konungi Englands.  Meðal áhugaverðra staða er Hollenzka siðbótarkirkjan (1830) og kirkja heilags Marks, sem er ensk biskupakirkja og meðal minnstu kirkna í landinu.  Hún var byggð árið 1850 og er dómkirkja biskupsdæmis, sem var stofnað 1911.  Í Georgssafninu eru sýningar, sem lýsa sögu svæðisins, skógarhöggi og öðrum timburiðnaði.  George fékk borgarstöðu árið 1884.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 48.300.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM