Náttúruleg
flóra landsins nær frá sléttunum í Bushveld, Lowveld í Mpumalanga
og Norðurhéruðunum til gresjanna með færri trjám í Highveld,
runnasvæðanna í Karoo og hins þurra vesturhluta.
Í Vesturhöfða eru sérstæðar plöntur, gras, runnar og tré,
sem lifa af löng og þurr sumur, og þar þrífast margar hinna 20 þúsund
blómstrandi plantna landsins. Hitabeltisgróður
er algengari á austurströndinni.
Náttúruleg skóglendi eru takmörkuð við dalverpi í fjöllunum
meðfram árdalnum mikla og
nokkur önnur svæði, s.s. á Knysna-svæðinu á suðurströndinni.
Fjöldi
villtra landspendýra er rúmlega 200.
Meðal þeirra eru ljón, hlébarðar, fílar, flóðhestar,
nashyrningar, babúnapar og fjöldi antilóputegunda.
Smærri dýr, sléttúlfar, sjakalar o.fl. kattardýr.
Dýrum fækkaði mjög á landnámsárum hvíta mannsins á 18.
og 19. öld, þannig að ekki er á vísan að róa nema á verndarsvæðum,
s.s. Kruger National Park. Þar
eru u.þ.b. 800 tegundir fugla, fjöldi skriðdýra (rúmlega 100 teg.
snáka; fjórðungur eitraður) og geyifjölbreytt skordýralíf. |