Elísabetarhöfn Suður Afríka,
Flag of South Africa

Booking.com


  ELÍSABETARHÖFN
SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Elísabetarhöfn er hafnarborg í Austurhéraði við Algoaflóa og Indlandshaf.  Bretar stofnuðu borgina í kringum Friðriksvirkið (1799) árið 1820.  Virkið er elzta mannvirki Breta í Suður-Afríku.  Sir Rufane Donkin, starfandi landstjóri Höfðanýlendu, skírði bæinn í höfuð konunnar sinnar heitinnar.  Lagning Kimberlay-járnbrautarinnar, sem var lokið 1873, hraðaði þróun hafnarinnar.  Þar eru stundum afgreiddar vörusendingar til og frá Zambíu og Zimbabwe.  Helztu vörur, sem skipa er út, eru magnesium og járngrýti, ull, kol og sítusávextir.  Umhverfis höfnina er brimvarnargarður.  Borgin er á báðum bökkum Baakensárinnar og er í 60-90 m hæð yfir sjó.

Íbúðarhverfin eru á flatri sléttu og iðnaðarsvæðið fyrir norðan þau.  Talsvert er um garða og græn svæði, s.s. St George’s Park og Settlers’ Park Nature Reserve, og haffræðisafnið laðar til sín marga gesti.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1964.  Góðar samgöngur, ódýr orka og vatn stuðla að vexti og viðgangi stærstu iðnaðarsvæða landsins, þar sem ber einna mest á framleiðslu farartækja.  Strendur borgarinnar eru hreint afbragð og laða til sín brimbrettafólk.  Ferðamenn eru líka hrifnir af Addo fílaþjóðgarðinum.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 272 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM