East London Suður Afríka,
Flag of South Africa


EAST LONDON
  SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

East London er hafnarborg í Austurhéraði við ósa Buffaloárinnar, þar sem hún rennur í Indlandshaf.  Bretar komu þangað fyrstir 1836 og nefndu staðinn Port Rex og notuðu hann sem birgðastöð í sjöunda Kaffastríðinu 1846.  Árið eftir var Glamorganvirkið byggt (nú fangelsi) og svæðinu var bætt við Höfðanýlenduna undir nafninu Austur-Londonhöfn.  Eftir að þýzkir landnemar settust þar að skömmu fyrir 1860 blómstruðu viðskipti.  Bærinn varð að borg 1873 og stórborg 1914.  Baðstrendur borgarinnar eru vinsælar.

Aðalhluti borgarinnar stendur á austurbakka árinnar.  Þar eru götur og stræti bein og breið og mikið er um græn svæði.  Þar er aðalbrautarstöð og miðstöð Suðurafrísku járnbrautanna, sem þjóna m.a. gullnámunum í héraðinu Free State.  Fiskveiðar og vinnsla skipa talsverðan sess í atvinnulífinu og iðnframleiðsla er fjölbreytt.  Austur-London-safnið var stofnað árið 1921.  Þar er áhugavert að kíkja á náttúrugripadeildina.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 85.700.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM