Bloemfontein Suður Afríka,
Flag of South Africa


BLOEMFONTEIN
SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bloemfontein er höfuðborg Free State héraðs (fyrrum Orange Free State) og réttarfarsleg höfuðborg lýðveldisins Suður-Afríka.  H. Douglas Warden, major, lét byggja þar virki og híbýli árið 1846, sem varð setur stjórnar Oragne River (1848-54) og Orange Free State, sjálfstæðs lýðveldis bóa, stofnað 1854.  Suðurafríska stríðið (1899-1902) brauzt út í kjölfar hinnar misheppnuðu Bloemfontein-ráðstefnu í maí og júní 1899.  Á tuttugustu öldinni varð borgin að miðstöð flutninga, aðallega með járnbrautum.  Efnahagsleg þróun svæðisins tók kipp eftir 1948, þegar farið var að nýta gullnámurnar í héraðinu, u.þ.b. 165 km norðaustan borgarinnar og eftir 1962, þegar áætlunum um virkjanir og áveitur var hrint í framkvæmd.

Borgarstæðið er á öldóttri hásléttu, 1392 m.y.s.  Borgin er kunn fyrir fagurt náttúrulegt og manngert umhverfi, þ.m.t. 120 hektara Kóngsgarðurinn og Franklín-dýrasvæðið á Naval-hæðinni.  Í borginni er áfrýjunarréttur þjóðarinnar, elzta siðbótarkirkjan, ráðhúsið „Fourth Raadsaal” (núverandi setur héraðsstjórnarinnar) og gamla ráðhúsið (1849), sem er eins herbergis hús og þjóðarminnismerki.  Bloemfontein er setur Orange Free State háskólans (1855).  Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 1991 í borginni sjálfri var 127 þúsund, en 300 þúsund með útborgum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM