Alice Suður Afríka,
Flag of South Africa

Booking.com


ALICE
SUÐUR AFRÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Alice er borg í Austur-Höfðahéraði vestan King William’s-borgar við Tyumeána og í grennd við Amatolafjöll.  Sléttan umhverfis borgina er notuð sem beitarland fyrir nautgripi og ræktun sítrusávaxta og tóbaks.  Borgin er einkum kunn sem miðstöð menntunar og heilsugæzlu.  Lovedale sjúkrahúsin voru upphaflega (1898) tengd trúboðsstöðvum en eru nú undir stjórn héraðsstjórnarinnar.

Árið 1929 var stofnaður hjúkrunarskóli og berklaskóli 1940.  Síðar bættist við skóli fyrir beinaskurðlækningar.  Lovedale-trúboðið (1841) stofnaði einhverja fyrstu skóla landsins, upprunalega til að þjálfa kennara og presta.  Fort Hare háskólinn (1916) er hinn elzti sinnar tegundar fyrir svertingja í landinu.  Alice óx upp úr trúboðsstöð fyrir xhosa árið 1824 og eftir 1840 var hún nefnd eftir Alice prinsessu, annarri dóttur Viktoríu drottingar.  Árið 1847 varð Alice miðstöð stjórnsýslu fyrir Austur-Viktoríuhérað, sem hafði þá nýlega veriði innlimað.  Borgin fékk réttindi sín árið 1852.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 15.700.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM