Zaria
er borg í Kadunafylki í Norður-Nígeríu. Hún er miðstöð
járnbrautasamgangna í stóru baðmullarhéraði og mikið er verzlað með
baðmull, jarðhnetur, húðir og skinn, engifer, bývax og fóðurgras. Í
borginni er járnbrautaverkstæði, baðmullarverksmiðjur og litun og
framleiðsla olíu úr baðmullarfræjum, vindlinga, reiðhjóla, ilmvatna og
sápu. Ahmadu Bello-háskólinn var stofnaður 1962 og Katsina lista-,
vísinda- og tækniskólinn 1974. Byggðin, sem hófst þarna í kringum árið
1000, var kölluð Zazzau, meðan hún var hluti af Hausaríkinu. Hún varð
hluti Songhai-veldisins á 16. öld, féll í hendur fulanimanna á 19. öld
og Breta 1901. Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 335 þúsund. |