Oshogbo
er borg í Oyofylki í suðvesturhluta Nígeríu í grennd við Ibadan. Um
borgina liggur járnbraut og þar er mikilvæg miðstöð kakóframleiðslu.
Einnig er unnið úr pálmaafurðum og tóbaki, feldspat er unnið úr jörðu og
baðmullarvefnaður er talsverður. Baðmull, grænmeti, korn og cassava er
ræktað umhverfis borgina. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 411 þúsund. |