Ondo er borg í
Ondofylki í suðvesturhluta Nígería við suðurenda Yorubahæða (287m) og
krossgötur þjóðvega til Ife, Akure og Okitipupa. Mikið fer um borgina
af kakói og pálmaolíu og kjörnum til útflutnings og þar er markaður
fyrir kartöflur, cassava, maís, kjúklinga, fisk, ávexti, pálmaafurðír,
grasker, okra o.fl. Viðskiptaráðuneyti landsins rekur þarna útibú.
Talsvert er famleitt af tréhurðum og húsgögnum. Meðal skóla borgarinnar
eru kennaraskólar, framhaldsskólar og iðnskóli. Nokkur sjúkrahús eru í
Ondo. Áætlaður íbúafjöldi 1993 var 157 þúsund. |