Offa er borg í
Kwarafylki í suðvesturhluta Nígeríu. Hún stendur við járnbrautina frá
Lagos og krossgötur vegarins milli Ilorin, Lafiagi og Ikirun. Þarna er
og var byggð yorubamanna á steppunni en er nú markaður fyrir kartöflur,
cassava, maís, fóðurgras og hnetur. Baðmullarvefnaður og litun (með
indigo-litunarefni, sem er ræktað þar) eru mikilvægir atvinnuvegir. Í
borginni eru sjúkrahús og framhaldsskólar. Áætlaður íbúafjöldi 1989 var
165 þúsund. |