Mushin
er borg í Lagosfylki í suðvesturhluta Nígeríu, eiginlega úthverfi
Lagos. Hún er við aðalþjóðveginn og járnbrautina. Stál- og álvörur,
húsgöng, sement, fatnaður, plastvörur, vefnaðarvörur og skófatnaður eru
aðalframleiðsluvörurnar. Borgin þróaðist aðallega eftir síðari
heimsstyrjöldina í tengslum við iðnvæðinguna í Lagos. Áætlaður
íbúafjöldi 1992 var 302 þúsund.