Maiduguri, höfuðborg Bornofylkis í norðausturhluta Nígeríu. Þar hefur
verið endastöð járnbrautar frá Jos síðan 1964. Hún er miðstöð viðskipta
með korn, hnetur, cassava, kvikfé, gúmmí og timbur. Hverfi innfæddra,
Yerwa í norðurhlutanum, er mjög þéttbýlt. Talsvert er um pökkun
kjötvöru, járnbrautaviðgerðir og framleiðslu leðurvöru og ilmvatna.
Árið 1908 varð Maiduguri höfuðborg fyrrum Bornuhéraðs.
Maiduguri-háskóli var stofnaður 1975. áætlaður íbúafjöldi 1990 var 275
þúsund. |