Lagos Nígería,


LAGOS
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lagos er borg við Benínflóa í suðvesturhluta Nígeríu.  Hún stendur á nokkrum eyjum og að hluta á meginlandinu og er stærsta borg landsins, aðalhafnarborg og miðstöð menningar og efnahagsmála.  Gamli borgarhlutinn er nú miðstöð viðskiptalífsins á vesturhluta Lagoseyju.  Ikoyi-eyja er steinstar austan hennar.  Apapa er aðalhafnarhverfið á meginlandinu.  Viktoríueyja er láglend.  Iddoeyja er iðnaðarhverfi.  Ebute Metta, Yaba, Suru-Lere, Mushin og Ikeja eru úthverfi á meginlandinu.

Lungi innflutningsin fer um höfnina í Lagos og mikið er flutt þaðan út af timbri, kakói, pálmaolíu, jarðhnetum og baðmullarvörum.  Borgarbúar framleiða vélbúnað, ökutæki, rafeindatæki, efnavöru, bjór, matvæli og vefnaðarvöru.  Stærsti hópur íbúa Lagos er af yorubakyni.  Háskólinn var stofnaður 1962 og tækniháskólinn 1948.  Þarna er þjóðminjasafn (fornleifar, mannfræði, list).

Borgin þróaðist á fornu þorpsstæði yorubamanna.  Þangað komu portúgalskir kaupmenn árið 1472 og nefndu staðin eftir hafnarborg í Portúgal.  Þarna var alræmd miðstöð þrælasölu á 19. öld þar til Bretar lögðu bæinn undir sig 1861.  Þeir gerðu hana að höfuðborg nýlendunnar Nígeríu 1914 og hún óx hratt eftir 1960 sem höfuðborg sjálfstæðs lands.  Samkvæmt áætlunum, sem voru kunngerðar 1976, fluttist stjórn landsins til Abuja í miðju landinu í desember 1991.  Í ágúst 1993 bannaði ríkisstjórn BNA allt flug milli Lagos og BNA vegna meintra brota á öryggisreglum á millilandaflugvelli borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi 1995 var rúmlega 4 miljónir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM