Kaduna,
höfuðborg Kadunafylkis, er við Kadunaána í miðnorðurhluta Nígeríu. Hún
er mikilvæg miðstöð samgöngna með járnbrauta og verzlunar með baðmull,
kvikfé, fóðurgras og engifer. Borgarbúar framleiða vefnaðarvörur,
vélbúnað, stál, ál, olíuvörur og kúlulegur. Fjöllistaskóli (1968).
Rannsóknir á svefnveiki (trypanosomiasis) síðan 1951. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var 295 þúsund. |