Iwo er
borg í Vesturfylkinu í grennd við Ibadan. Hún er miðstöð verzlunar með
kakó og litaðan baðmullardúk. Hún varð höfuðborg Yoruba-konungsríkisins
á 17. öld og óx hratt, þegar mikill fjöldi flóttamanna leitaði þangað í
borgarastyrjöldum yorubamanna á 19. öld. Bretar réðu henni frá síðasta
áratugi 19. aldar til 1960. áætlaður íbúafjöldi 1990 var 312 þúsund. |