Inisa er borg í Oyo-fylki
í suðvesturhluta Nígeríu. Borgin er í járnbrautarsambandi við Lagos,
215 km suðvestar. Þjóðvegurinn milli Ikirun, Offa og Ilorin liggur um
hana. Hún er markaðsborg fyrir landbúnaðarafurðir (kartöflur, cassava,
maís, grasker, baunir og okra) frá steppunum, sem eru að mestu byggðar
yorubamönnum. Um hana fer talsvert magn baðmullar og tóbaks til
útflutnings. Í borginni er framhaldsskóli og sjúkrahús með
fæðingardeild. Áætlaður íbúafjöldi 1988 var 97 þúsund. |