Ilobu er borg í
Osun-fylki í suðvesturhluta Nígeríu. Hún stendur við þverá Oshunárinnar
og þjóðveginn milli Ogbomosho og Oshogbo. Ilobu er miðstöð verzlunar
með kartöflur, maís, cassava, pálmaafurðir, grasker, baunir og okra frá
steppunum, sem yorubafólkið byggir að mestu. Um borgina fer einnig
mikið af baðmull, tóbaki og kakói til útflutnings. Baðmullarvefnaður er
hefðbundin iðngrein en Oshogbo 13 km suðaustar er mikilvægasta
vefnaðarborg þessa landshluta. Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 176 þúsund. |