Ilesha
er borg í Ondo-fylki í suðvesturhluta Nígeríu. Hún er miðstöð verzlunar
og iðnaðar í stóru ræktunarhéraði (kakó, pálmaafurðir og kartöflur), þar
sem gull er einnig numið úr jöröu. Þarna hafa yorubamenn búið um aldir
og Ilesha var mikilvæg herstöð í borgarastyrjöldunum á 19. öld. Bretar
lögðu hana undir sig 1893. áætlaður íbúafjöldi 1992 var 342 þúsund. |