Ikire
er borg í Osun-fylki í suðvesturhluta Nígeríu við veginn
milli Ibadan og Ile-Ife. Hún er markaður fyrir
landbúnaðarafurðir héraðsins (kakó, pálmaolía og kjarnar,
kartöflur „yams”, maís, cassava, baðmull og kólahnetur).
Baðmullarvefnaður er hefðbundin iðngrein meðal yorubamanna.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 112 þúsund.