Ikare Nígería,

Booking.com


IKARE
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Ikare er borg í Ondo-fylki í suðvesturhluta Nígeríu.  Hún er í Yorubahæðum við krossgötur vega frá Owo, Okene, Kabba og Ado-Ekiti.  Hún er markaðsborg fyrir landbúnaðarafurðir héraðsins umhverfis (kartöflur „yams”, cassava, mais, okra, grasker, hrísgrjón o.fl.), sem er aðallega byggt yorubamönnum.  Þeir rækta einnig kakóbaunir, pálma, tóbak og baðmull (unnin í Ado-Ekiti, 60 km vestar).  Borgin er stjórnsýslusetur og þar eru skólar fyrir múslima og kristna.  Þar er einnig rekinn verzlunarskóli og ríkis- og kirkjurekin sjúkrahús.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 124 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM