Ibadan
er höfuðborg Oyo-fylkis í suðvesturhluta Nígeríu. Flestir íbúar hennar
eru af yorubakyni. Hún er flutninga- og samgöngumiðstöð með góðu
vegasambandi og járnbrautum, sem tengja Lagos við Kono. Hún er einnig
mikilvæg markaðsborg fyrir landbúnaðarafurðir héraðsins (kakó, baðmull,
timbur, gúmmí og pálmaolía). Í borginni er mikil vinnsla
landbúnaðarafurða og vindlingaframleiðsla. Ibadanháskóli var stofnaður
1962. Nokkur söfn, bókasöfn og rannsóknarstofnanir eru í Ibandan.
Áætlaður íbúafjöldi 1995 var tæplega 1,3 miljónir. |