Enugu
er höfuðborg Anambra-fylkis nærri Onitsha í suðausturhluta Nígeríu. Hún
stendur við suðausturrætur Udihæða og byggist m.a. á kolanámi og
viðskiptum. Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. stál, flísar,
leirílát, asbest, sement, olíuvörur, lyf og vélbúnað. Þarna er einnig
Stjórnunar- og tækniskóli (1973). Borgin var stofnuð 1909 eftir að
kolabirgðir uppgötvuðust í jörðu í grennd við iboborgina Enugu Ngwo.
Enugu varð stjórnsýslumiðstöð eftir lagningu járnbrautarinnar til Port
Harcourt 1912. Hún var höfuðborg hins skammlífa ríkis Biafra á árunum
1967-70. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 272 þúsund. |