Ede er
borg við Oshunána, nærri Ibadan í Oyo-fylki í suðvesturhluta Nígeríu.
Um borgina liggur ein aðaljárnbraut landsins. Talsvert er ræktað af
baðmull á þessu svæði og baðmullarhreinsun, vefnaður og vinnsla kakós og
pálmaafurða eru mikilvægir atvinnuvegir. Yorubahöfðingi héraðsins býr í
Ede. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 264 þúsund. |