Akure Nígería,

Booking.com


AKURE
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Akure er höfuðborg Ondo-fylkis í suðvesturhluta Nígeríu.  Hún stendur í sunnanverðum og skógi vöxnum Yorubahæðum við krossgötur milli Ondo, Ilesha, Ado-Ekiti og Owo.  Borgin er miðstöð viðskipt a með landbúnaðarafurðir (kartöflur „yams”, cassava, maís, hrísgrjón, pálmaolíu og kjarna).  Ondofólkið ræktar okra og grasker.  Baðmull er mikilvægasta afurðin en einnig eru tekk og pálmaafurðir mikilvægar til útflutnings.  Framleiðslan byggist aðallega á gosdrykkjum, vefnaði og leirmunagerð.  Í borginni er tækniháskóli (1981).  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var rúmlega 150 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM