Ado-Ekiti
er stór borg í Ondo-fylki í suðvesturhluta Nígeríu. Hún er mikilvæg
markaðsborg fyrir afurðir bænda í héraðinu (kartöflur „yams”, hrísgrjón,
maís og kvikfé). Í borginni eru framleiddar vefnaðarvörur, leirílát,
múrsteinn og skófatnaður. Ekitifólkið af yorubakyni stofnadi borgina og
hún er einnig þekkt undir nafninu Ado. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var
rúmlega 309 þúsund. |