Abuja Nígería,


ABUJA
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Abuja er höfuðborg Nígeríu í Höfuðborgarfylkinu.  Hún tók við hlutverkinu af Lagos í desember 1991 eftir að uppbygging hennar hafði staðið í 15 ár.  Borgin er í fallegum dal, umkringd graslendi á tiltölulega óþróuðu svæði, þar sem hlutleysis og jöfnuðar milli þjóðflokka og kynþátta er gætt.  Skipuleggjendur hennar stefndu að því, að engir sérhópar á sviðum trú- og stjórnmála hefðu yfirgnæfandi áhrif.  Stórnarstofnanir fóru að flytjast til borgarinnar upp úr 1980, þegar farið var að byggja upp íbúðir í úthverfum.  Borgin er veltengd vegakerfinu og skammt utan hennar er millilandaflugvöllur.  Áætlanir um vöxt Abuja gerðu ráð fyrir rúmlega einni miljón íbúa snemma á 21. öldinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 306 þúsund.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM