Abakaliki Nígería,

Booking.com


ABAKALIKI
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Abakaliki er borg í Enugu-fylki í suðausturhluta Nígeríu.  Hún er á krossgötum vegakerfisins milli Enugu, Afikpo og Ogoja.  Aðalatvinnuvegir byggjast á verzlun með framleiðsluvörur igbofólksins (kartöflur „yams”, cassava, hrísgrjón, pálmaolíu og kjarna).  Í grennd við borgina eru talsverðar birgðir af blýi, sínki og kalki í jörðu.  Blýið hefur verið unnið frá því fyrir nýlendutímann en starfsemi í námunum hefur verið takmörkuð við hátt verðlag á heimsmarkaði.  Kalk er unnið fyrir sementsverksmiðjuna í Nkalagu 35 km vestnorðvestar.  Ríkisbúgarður Abakaliki framleiðir egg og kjúklinga.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 68 þúsund.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM