Aba er stór borg í
Imo-fylki við Abaána í suðausturhluta Nígeríu. Hún er samgöngumiðstöð
járnbrauta og í vegakerfinu. Þarna var fyrrum lítið þorp í grennd við
brezka herstöð. Hún óx í kringum verzlun með pálmaolíu og kjarna.
Vinnsla pálmaolíu úr kólahnetum og framleiðsla vefnaðarvöru, sápu, lyfja,
skófatnaðar, bjórs og átöppun drykkjarvatns eru mikilvægar
atvinnugreinar. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 257 þúsund. |