Zinder Níger,


ZINDER
NÍGER

.

.

Utanríkisrnt.

Zinder, næststærsta borg Níger, er í miðsuðurhluta landsins.  Hún var höfuðborg höfðingjaættar múslima eftir stofnun hennar á 18. öld.  Borgarbúar losuðu sig undan oki bornumanna um miðja 19. öld.  Frakkar hersátu borgina 1899 og gerðu hana að höfuðborg fyrrum nýlendunnar Níger á árunum 1922-26.  Borgin er í miðju jarðhneturæktarhéraði og aðalmarkaðsborg þess.  Þar eru verksmiðjur, sem vinna jarðhnetur og hirsi, sútunarstöð og jarðvarmavirkjun.  Í kringum borgina búa bændur og fulanihirðingjar.  Zinder er á krossgötum aðalþjóðvegarins til austurs og vesturs og frá norðri til suðurs milli Agadez og Kano í Nígeríu.  Skammt utan borgar er flugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var tæplega 121 þúsund.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM