Nígerfljótið Níger,

Booking.com


NÍGERFLJÓTIÐ
.

.

Utanríkisrnt.

Nígerfljótið, sem streymir um Vestur-Afríku, á upptök sín í Gíneu.  Það er 4180 km langt og fellur um Mali, Níger og Nígeríu til Gíneuflóa.  Aðalþveráin Benue rennur í Nígerfljótið við Lokoja í Nígeríu.  Árósarnir ná yfir u.þ.b. 36.300 km², sem gerir þá hina stærstu í Afríku.  Aðliggjandi strandlengja er 190 km löng.  Port Harcourt er í óshólmasvæðinu.  Í miðju ríkinu Mali myndar fljótið innanlandsóshólma.  Fljótið er skipgengt næstum allt árið til Lokoja og árstíðabundið á öðrum svæðum.  Vatnasvið Nígerfljóts er í kringum 1,2 miljónir ferkílómetra.  Úrkoman er misjöfn á þessu stóra svæði, 4064 mm í óshólmunum og 254 mm í Timbuktu.  Meðalrennsli fljótsins í óshólmunum er 6000 m³/sek.  Við Efri-Nígerfljót var kjarni gömlu stórveldanna Mali og Songhai.  Þá var Timbuktu við Stóru árbugðuna aðalmiðstöð menningar og viðskipta.  Vestrænir landfræðingar voru lengi að kortleggja farveg fljótsins.  Skozki landkönnuðurinn Mungo Park komst að þeirri niðurstöðu árið 1796, að fljótið rynni til austurs og árið 1830 sönnuðu brezku bræðurnir Richard og John Lander, að það félli í Gíneuflóa.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM