Niamey,
höfuðstaður landsins, stendur við Nígerána í suðvesturhorni
þess. Borgin óx upp úr landbúnaðarþorpi maouri-,
zerma- og fulanifólksins og var lýst höfuðborg árið 1926.
Aðalvöxtur hennar hófst eftir síðari heimsstyrjöldina.
Nú býr þar fjöldi yoruba- og hausakaupmanna, athafnamanna,
embættis- og iðnaðarmanna frá Nígeríu, Benín og Tógó auk
innfæddra víða að. Meginhluti borgarinnar er á
norðurbakkanum en hefur þanizt út til suðurs eftir byggingu
Kennedybrúarinnar 1970. Þarna er rekinn lítils háttar
iðnaður en flestir íbúanna stunda þjónustustörf.
Niamey-háskóli var stofnaður 1971 og fékk háskólaleyfi 1973.
Stjórnunarskóli ríkisins var stofnaður 1963. Meðal mennta og
menningastofnana eru Þjóðminjasafnið og stofnun, sem stundar
rannsóknir á sviðum jarðfræði, námuvinnslu, mannfræði, þjóðfræði,
skógabúskapar, hitabeltislandbúnaði og dýrafræði. Utan borgar er
millilandaflugvöllur og vegakerfið tengir Niamey við Atlantshafshafnir
í Benín og Nígeríu. Áætlaður íbúafjöldi 1988 var rúmlega 392
þúsund. |