Maradi Níger,

Booking.com


MARADI
NÍGER

.

.

Utanríkisrnt.

Maradi er borg í miðsuðurhluta Níger.  Hún er á bökkum árinnar Maradi, sem þornar upp um þurrkatímann.  Umhverfið er sandslétta með stöku sandsteinsklettum í 300-500 m hæð yfir sjó.  Árið 1945 skolaðist hún burt í flóðum en var endurbyggð á hærra landi.  Þarna er stunduð vinnsla jarðhnetna og baðmullar.  Leðurlitun er einnig mikilvæg atvinnugrein og sérstakur skóli kennir réttu handbrögðin.  Annar, sérstakur, ríkisrekinn skóli kennir handbrögð og aðferðir við sáningu og notkun áburðar auk þess að birgja bændur með hvorutveggja.  Norðan Maradi er úrkoman venjulega innan við 300 mm á ári, þarnnig að þarna er nyrzta áveitulausa ræktunarsvæði landsins.  Jarðhnetur, cassava og baðmull eru ræktuð á úrkomumeiri svæðum í suðri en hirsi, fóðurgras (sorghum), geitur og sauðfé í þurrviðrasamari norðurhlutanum.  Árnar Maradi, Kaba og Vallée de Tarka eru helztu árstíðabundnu árnar (goulbins) í landinu.  Allar renna þær til suðvesturs og koma sér vel fyrir ræktun á svæðinu.  Flestir íbúanna eru af hausakyni, sem stunda fastan búskap og eru einnig klókir í viðskiptum.  Maradi er á mikilvægum krossgötum þjóðvegarins um landið, sem var opnaður umferð árið 1980.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var tæplega 113 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM