Agadez Níger,

Booking.com


AGADEZ
NÍGER

.

.

Utanríkisrnt.

Agadez er borg við suðurrætur Aïr-fjalla í Mið-Níger.  Hún er markaðsborg á vegamótum 740 km norðaustan Niamey, höfuðborgar landsins.  Hún var eitt sinn setur Tuareg-soldána (frá 15. öld) og er enn þá miðstöð tuareg-kvikfjárbænda, sem reika með skepnur sínar um þurrar slétturnar.  Úrkoman þar er innan við 300 mm á ári.  Landslag þessarar stóru hásléttu í 300-1000 m yfir sjó skiptist í sandlægðir, samhliða sléttur, stakar hæðir og sandsteinskletta.  Úrkoman á þessu svæði er innan við 300 mm.  Aïr-fjöllin eru 325 km langur fjallabálkur úr granite, sem rís hæst í 2000 m.  Tin og kol eru unnin úr námum í grennd við Agadez.  Tuareg- og fulanihirðingjar hittast árlega í ágúst í I-n-Gall, 110 km vestan Agadez.  Í borginni er markaður fyrir kvikfé þeirra og húðir auk korns í litlum mæli og grænmetis.  Námuskóli Aïr hóf starfsemi í Agadez 1976 og úrannám hefur farið vaxandi.  Skammt utan borgarinnar er flugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var rúmlega 50 þúsun

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM