Windhoek Namibía,

Booking.com


WINDHOEK
NAMIBÍA


.

.

Utanríkisrnt.

Windhoek, höfuðborg Namibíu, er í landinu miðju.  Hún er í 1654 m hæð yfir sjó, 650 km norðan Orangeárinnar og 1225 km norðan Höfðaborgar í Suður-Afríku.  Umhverfis borgina er þurrt land í skjóli hæðahrings, sem dregur úr áhrifum mjög þurra vinda.  Áður en Evrópumenn fóru að koma sér fyrir í landinu var borgin þekkt undir nafninu Aigams (heitt vatn) vegna hveranna á svæðinu.  Khoikhoin- og hererofólkið settist þarna fyrst að.  Árið 1890 lagði þýzka stjórnin eignarhald á núverandi borgarstæði.  Árið 1915 hersátu suðurafrískar hersveitir borgina og kröfðust yfirráða í Namibíu, sem hét þá Suðvestur-Afríka.  Þegar landið fékk sjálfstæði 1990, breyttist Windhoek úr héraðshöfuðborg í höfuðborg landsins.

Windhoek er aðalmiðstöð viðskipta í landinu.  Hún er í vega- og járnbrautasambandi við hafnarborgina Walvis Bay og Suður-Ameríku.  Allt umhverfis hana eru beitarlönd fyrir karakúlsauðfé og fjöldi sútara, sem verkar skinning og flytur þau á sölustaði býr í borginni.  Vinnsla nauta- og kindakjöts er líka mikilvæg atvinnugrein.  Í borginni eru stjórnarbyggingar, Þjóðminjasafn og framhaldskólar (African Augustinian High School).  Millilandaflugvöllurinn býður flug til Jóhannesarborgar og Höfðaborgar í Suður-Afríku.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var 161 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM