Zambesifljótið,

Booking.com


ZAMBESIFLJÓTIÐ
.

.

Utanríkisrnt.

Sambesifljótið rennur um suðurhluta Afríku.  Það er fjórða lengsta fljót álfunnar, u.þ.b. 3540 km langt og vatnasvið þess nær yfir u.þ.b. 1,3 miljónir ferkílómetra.  Upptök þess eru í Norðvestur-Sambíu.  Það rennur í tvölfaldri S-beygju til suðausturs út í Indlandshaf.  Frá upptökum í 1524 m hæð yfir sjó rennur það um Austur-Angóla og Vestur Sambíu og myndar landamærin að Norðaustur-BBotswana.  Það myndar einnig landamærin milli Sambíu og Simbabve og rennur um Karibavatn, sem myndaðist eftir að Karibastíflan var byggð.  Svo heldur það áfram um Mið-Mósambík um stöðuvatn handan Cahora Bassa-stíflunnar, um Mósambíkskurðinn þar til það greinist í fjölda kvísla í ósunum.

Á efsta svæði fljótsins, á 800 km kafla, er fallhæðin aðeins 180 m og u.þ.b. 100 km neðan ármóta þess og Cuando (Kwando)-árinnar myndast Viktoríufossar (Mosi-Oa-Tunya).  Næstu 72 km rennur það hvítfyssandi um 122 m djúpt gljúfur.  Um miðbikið rennur það 1300 km leið um hæðótt landslag að Quebrabasa-flúðunum, sem eru síðasta hindrun skipaferða í Mósambík.  Neðri hluti fljótsins rennur um víðan dal til sjávar.  Auk Cuando-árinnar renna margar þverár til fljótsins um miðbikið og Shire-áin er aðalþveráin, sem fellur í neðri hluta fljótsins.  Meðalrennslið í árósunum er 7000 m³/sek.  Þrátt fyrir fossa, flúðir og sandeyrar, er fljótið skipgengt langar leiðir.  Skipgengar leiðir eru alls 645 km Langar.  Skozki trúboðinn David Livingstone var fyrsti Evrópumaðurinn til að kanna Sambesifljótið.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM